Listen

Description

"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál.

Í þessum þætti leiðir Hjálmar Ragnar Agnarsson, héraðslæknir og aðjúnkt við Háskóla Íslands, okkur gegnum langvinna hjartabilun. Hver er munurinnn á HFrEF og HFpEF? Hvernig á að haga vökvagjöf í hjartabiluðum einstaklingum? Hvernig skal meðferðinni háttað og eru einhver lyf mikilvægari en önnur í þeirri meðferð? Að lokum er farið yfir nýjungar í hjartabilunarmeðferð, þar á meðal SGLT2 hemla og fleira.

Stjórnendur Dagáls læknanemans eru læknanemarnir Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)

SPOTIFY

https://open.spotify.com/show/4Ey5Iwx4LyL42GcvPVSTXI

SIMPLECAST

https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-14