Listen

Description

"Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Gestur þessa þáttar er Karl Andersen.

Í þættinum er háþrýstingur skilgreindur og afleiddir fylgikvillar hans ræddir. Þá eru meðferðarmörkin skilgreind og greint frá hvernig þau breytast með tilliti til undirliggjandi sjúkdóma. Faraldsfræði háþrýstings á Íslandi eru gerð skil. Því næst eru mælingar á blóðþrýstingi ræddar og hvað ber að varast í þeim efnum. Þá er meðferðin rædd í þaula, hvaða lyfjum er best að beita, hvað skal gera ef sjúklingar svara ekki lyfjum og hvaða lyfjaflokkar virka best saman. Þaðan berst samtalið að afleiddum háþrýstingi, hvenær á að gruna afleiddan háþrýsting, hvernig hægt er að beita líkamsskoðun til skimunar og hvernig er best að haga uppvinnslu.

Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

SPOTIFY

SIMPLECAST

https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-09

(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)