Viðtal við Hans Tómas Björnsson, yfirlækni erfða- og sameindalæknisfræðideildar. Í þessu fyrsta hlaðvarpi Landspítala ræða þeir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga og Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar við Hans Tómas. Spjallað er í klukkustund um nám hans og störf, ásamt því sem Hans Tómas segir frá þróun greinarinnar og framtíðarsýn. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson kvikmyndagerðarmaður hjá samskiptadeild.