Listen

Description

Líffræðingurinn Hulda Steingrímsdóttir er umhverfisstjóri Landspítala. Hulda er fædd á Ísafirði, en uppalin í Árbæ og Danmörku. Hún er sérmenntuð í umhverfisstjórnun með viðskiptafræðivinkil og áherslu á samfélagsábyrgð. Hulda kom til spítalans árið 2015, en hefur starfað á sínu sviði í tvo áratugi. Kjarninn í umhverfisstarfi Landspítala er að minnka neikvæð áhrif spítalans á umhverfið með fjölbreyttum verkefnum sem lúta til dæmis að samgöngum, innkaupum, úrgangi, sorpflokkun, orkunotkun og minni sóun. Hulda ræðir hér viðfangsefni sín sem hafa skilað miklum árangri. Landspítali var nýverið tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og þar er lagt mikið upp úr samfélagslegri ábyrgð og forystuhlutverki spítalans í þessum efnum.