Hermann Hreiðarsson er 8. leikjahæsti erlendi útileikmaður Premier League frá upphafi og þrátt fyrir að hafa fallið með nánast hverju einasta liði sem hann spilaði með er hann goðsögn á nánast öllum stöðum. Hann er eini íslenski leikmaðurinn til að sigra elstu og virtustu bikarkeppni í heimi og elskar ekkert meira en að taka góða Elvis eftirhermu, láta leikmenn heyra það og lemja Auðunn Blöndal.