Listen

Description

Gestur vikunnar er Gunnar Jarl Jónsson – sannkallaður þúsundþjalasmiður!

Gunnar spilaði í næstefstu deild en áttaði sig snemma á því að hann átti bjartari framtíð sem dómari. Þar hafði hann heldur betur rétt fyrir sér: hann var valinn dómari ársins sex sinnum á aðeins átta árum.

En sagan endar ekki þar. Gunnar hefur þjálfað fótbolta, stofnað útvarpsþátt á Fotbolti.net fyrir löngu síðan, starfað sem kennari, verið lögga, alið upp fimm börn og – að ógleymdu – gert sjónvarpsþáttinn Atvinnumennirnir okkar sem lokaverkefni í Kennaraháskólanum. Bara það er magnaður árangur!

Við fórum yfir þetta allt saman – og miklu meira – í þessu kraftmikla og skemmtilega spjalli.

Njótið þáttarins!