Listen

Description

Er Akur­eyri borg? Hvernig leggj­ast fyr­ir­huguð þétt­ing­ar­á­form í bæj­ar­búa? Hvernig hefur umdeilt mið­bæj­ar­skipu­lag frá árinu 2005 þróast?

Á dög­unum lögðu skipu­lags­yf­ir­völd Akur­eyrar fram nýtt aðal­skipu­lag með áherslu á aukna þétt­ingu í bæn­um. Í Aðför­inni þessa vik­una er rætt við Akur­eyr­ing­inn og arki­tekt­inn Loga Má Ein­ars­son, en hann er flestum kunn­ugur sem for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Logi hefur ára­langa reynslu í skipu­lags­málum á Akur­eyri og bendir á að þrátt fyrir smæð sína, þarf höf­uð­staður Norð­ur­lands að fást við sömu áskor­anir um sam­göngur og þétt­ingu byggðar eins og flestar aðrar borgir í dag.

Logi ræddi líka við­horf sín til flug­vall­ar­ins í Vatns­mýri. Ljóst er að völl­ur­inn verði fluttur og það kæmi öllum lands­mönnum illa ef nýrra lausna verði ekki leitað sem fyrst.

Aðförin er hlað­varps­þáttur um skipu­lags­mál. Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Guð­mundur Krist­ján Jóns­son, aðstoð­ar­maður sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra og Magnea Guð­munds­dótt­ir, vara­for­maður umhverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar.