Listen

Description

Landsbankareitur
Aðförin hefur nýjan fastan lið og býður velkominn til liðs við þáttinn nýjan liðsfélaga, Birki Ingibjartsson. Ætlunin er að rýna byggingar og arkitektúr í skipulagslegu samhengi borga og bæja.
Að þessu sinni fjöllum við um niðurstöður samkeppni um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn. Arkþing og C.F. Möller hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína á reit sem mætti segja að væri einn sá mikilvægasti í borginni í nálægð við Hörpu, Hafnartorg og Arnarhól.