Listen

Description

Elliða Vignissyni boðið í menningarskiptaprógramm í 101

Hismið kryfur málin þessa vikuna með Björgu Magnúsdóttur rithöfundi og útvarpsmanni. Meðal annars er rætt um hvaða útvarpsmaður sé Stefán Jón Hafstein nútímans, auk þess sem tíst Gísla Marteins um Norðfjörð ber á góma. Björg hendir fram ákveðinni lausn á þessum eilífa ríg milli höfuðborgar og landsbyggðar, sem er að landsbyggðarfólk og 101-lið skiptist á íbúðum í 2 vikur og skorar hún á bæjarstjóra Vestmannaeyja að skipta við sig. Þá ræðir Grétar um mögulegt framboð sitt til sveitarstjórnar á landsbyggðinni og hvaða ímynd hann þyrfti að vinna með til að leggja menn eins og Gunnar Birgisson af velli.