Listen

Description

Sjónvarpsviðburður vikunnar hlýtur að hafa verið þegar mótmælendur ræddu æsilega við bankastjóra Landsbankans og ræddu söluna á Borgun. Sjónvarpskonan Una Sighvatsdóttir á Stöð 2 er gestur Árna og Grétars í Hisminu þessa vikuna. Auk þess að ræða íslenskan sjónvarpsveruleika fara þau yfir umræðuna um listamannalaunin og það hvernig allt getur farið úrskeiðis í beinni útsendingu í sjónvarpi.