Hismið rúllar af stað á ný eftir lengsta og skandinavískasta sumarfrí í manna minnum sem átti að vera nýtt í umfangsmikla stefnumótunarvinnu fyrir þáttinn. Árni og Grétar fara yfir afrakstur þeirrar vinnu en inn í hana fléttuðust m.a. gildi vöruhönnunar auk þess sem farið var yfir virðisstrauma Hismisins.
Farið er yfir 150 milljón króna herkvaðningu kirkjunnar og hvaða leiðir kirkjan gæti farið til að ná nýju fólki inn. Þá er farið yfir helstu afsökunarbeiðnir sumarsins, allt frá einmana bæjarstjóra í Grindavík yfir í alþjóðlega iðnaðar-afsökunarbeiðni Volkswagen. Grjótharðasti sjónvarpsþáttur landsins á Hringbraut er ræddur og einnig fréttaflutningur af vinnudeilum.