Listen

Description

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, tilkynnti á föstudaginn síðasta að hún muni halda áfram rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton og meðhöndlun hennar á viðkvæmum upplýsingum, frá þeim tíma þegar hún gegndi stöðu utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ákvörðun FBI er óvænt, ekki síst vegna þess að nú er aðeins um vika í kosningar. Skoðanakannannir hafa sýnt töluvert forskot Hillary gegn keppinauti sínum Trump, en margt bendir þó til að dregið hafi saman á nýjan leik.

Í Kanavarpi vikunnar er farið yfir nýjustu vendingar í tölvupóstsmáli Hillary, hvernig málið varðar Demókratann Anthony Weiner og hvernig tímasetning á ákvörðun FBI getur breytt stöðu mála á lokaspretti kosningabaráttunnar. Í síðari hluta þáttarins ræða þeir Hallgrímur Oddsson og Hjalti Geir Erlendsson, stjórnendur Kanavarpsins, einnig um utanríkismál Bandaríkjanna, völd forsetans hvað þau varðar og ólíkar stefnur frambjóðendanna tveggja. Auk þess er rætt við Sigurð Kára Tryggvason en hann afrekaði það fyrr á árinu að sækja framboðsfundi hjá Donald Trump, Hillary Clinton og Bernie Sanders á aðeins örfáum dögum, en Sigurður Kári var þá við nám í Duke háskóla í Norður-Karólínu fylki.

Kanavarpið bendir áhugasömu hlustendur á að í seinni hluta þáttanna hefur iðulega verið tekið fyrir „tímalausara“ efni. Hér að neðan má sjá lista yfir hvar þau efni byrja í hverjum þætti.