Listen

Description

Hugarafl hefur verið í deiglunni á undanförnum árum og er órjúfanlegur þáttur í íslensku geðheilbrigðislandslagi. Þrátt fyrir þetta hefur Hugarafl þurft að heyja harða baráttur til þess að tryggja þjónustu og áframhaldandi starf.

Í Klikkinu höfum við nokkrum sinnum farið yfir baráttuna en við höfum ekki farið nægilega vel yfir sögu Hugarafls. Einn af stofnmeðlimum Hugarafls og fastagestur í Klikkinu, Auður Axelsdóttir, ræðir við Guðmund um sögu Hugarafls og áhrifavalda.

Meira um Hugarafl: http://hugarafl.is/