Pottersen-systkinin Emil og Bryndís hafa um margt að ræða eftir að hafa lesið kafla 25-30 í
Harry Potter og Eldbikarnum. Loksins fer Harry í bað með gullna eggið og heyrir þá hvað
bíður hans í annarri þraut Þrígaldraleikanna. Við tekur æsispennandi atburðarás í kafi þar sem
Harry heldur að vinir sínir drukkni. Barty Crouch ráfar vitstola út úr skóginum, Sirius Black
er með bullandi áhyggjur af galdrastráknum, Ron og Hermione eru hjálpleg að vanda og
þankalaug Dumbledores afhjúpar ýmislegt um persónur sögunnar. Crouch, Bagman og
Karkaroff eru allir orðnir afar grunsamlegir …