Listen

Description

Fyrsti þáttur hlaðvarpsins fór í loftið þann 27. nóvember 2018 og af því tilefni settust Kjartan og Sigrún niður og ræddu um síðustu 12 mánuði og þá rúmlega 40 þætti sem þau hafa tekið upp. Viðfangsefnin hafa verið fjölmörg, en þar má til dæmis nefna dægurmenningu, ójöfnuð,
stjórnmál og kynjamisrétti. Á milli umræðna, spila þau stutt dæmi úr þáttum sem þeim hafa þótt sérstaklega skemmtilegir og endurspegla hin mikla fjölbreytileika í efnisvali. Almennt má segja að hlaðvarpið sýni svo sannarlega það sem félagsfræðingar segja svo oft: „að það sé nú
bara þannig, að ekkert sé félagsfræðinni óviðkomandi.“ Fyrst og fremst eru þau Sigrún og Kjartan þó þakklát viðmælendum sínum og auðvitað þeim sem að vonandi hafa haft gagn og eitthvað gaman að því að hlusta á Samtal við Samfélagið. Þetta síðasta ár hefur verið
einstaklega gefandi og hlakka þau bæði til þess að bjóða hlustendum upp á annað ár af Hlaðvarpi félagsfræðinnar.