Í þessum þætti Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
Salóme Guðmundsdóttir er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Icelandic Startups frá árinu 2014.
Þar hefur hún fóstrað grasrót frumkvöðlastarfs á Íslandi og byggt upp starfsemi félagsins í kjölfar sameiningar Klak og Innovit árið 2013.
Salóme hefur lagt mikla áherslu á aukin alþjóðleg tengsl og síðustu tvö ár verið valin sem ein af hundrað áhrifamestu einstaklingunum í sprotaumhverfinu á Norðurlöndunum.
Hún segir okkur frá frumkvöðlastrafinu á Íslandi, Gullegginu, ásamt starfsemi Icelandic Startups.