Sigurður Ragnarsson lektor og forseti viðskiptafræðideildar háskólans á Bifröst kom í spjall í vor.
Við ræðum um stjórnun og forystu, markaðsmál, menntun og margt fleira.
Sigurður Ragnarsson Lektor og forseti viðskiptafræðideildar háskólans á Bifröst
Sigurður segir okkur meðal annars hvað er í boði á Bifröst, um viðskiptafræðina og fjarnámið sem er boði þar.
Flestir nemendur á Bifröst taka námið þar með vinnu enda er námskráin hönnuð með það í huga. Sigurður kemur einnig inná mikilvægi menntunar í íslensku atvinnulífi. Í haust er Bifröst að byrja að bjóða upp á BS nám í viðskiptagreind og fer Sigðurður einnig yfir það, mjög spennandi nám.
Sigurður vinnur nú að doktors verkefni sínu en í því verkefni rannsakar hann Þjónandi forysta eða Servent leadership.
Fyrirtæki einsog Southwest Airlines og Starbucks hafa meðal annars nýtt sér Þjónandi forystu Sigurður hefur heimsótt fyrirtæki í Bandaríkjunum í þeirri vinnu og stefnir hann á að klára þessa vinnu næsta vetur.