Loksins loksins var tækifæri til að setjast niður og tala um Val. En vegna ýmissa vandkvæða, þá aðallega þeirrar skæðu, höfum við verið á hóld i allt of langan tíma. En öll él styttir upp og við komum saman í sérstöku SvansStúdíói bara til að segja hæ við hvorn annan og hann Stígur Helgason hoppaði um borð. Þetta endaði reyndar í góðum klukkutíma enda langt siðan síðast. Yfirferð yfir handboltann, körfu og fótboltann og spjallað um skemmti- og upphitunarkvöld sem Vængirnir vinna að í aðdraganda fyrsta leiks í Bestu deildinni. Eins og einhverjir taka kannski eftir var þátturinn tekinn upp fyrir undanúrslitaleikinn í gær en droppar ekki inn fyrr en í dag vegna smá tæknilegs hiksts. Sjáumst öll á laugardag á Ásvöllum!