Það var líf og fjör í Toggastofu í dag þegar sjálfur Pavel Ermolinskij settist niður og fór aðeins yfir körfuboltaveturinn og komandi úrslitaeinvígi. Pavel er orðinn gegnheill Valsari og elskar að labba um gangana og hitta aðra í Val til að ræða hlutina. Hann meira að segja stoppaði Snorra Stein til að ræða um leik FH og Selfoss. Eftir körfuboltafróðleik hitum við aðeins upp fyrir komandi menningarviðburð á morgun þegar KR kemur í heimsókn í Bestu deildinni. Það verður gleði og glaumur. Þetta var spjall sem fór um hvippinn og hvappinn og eiginlega um allan Valsvöll því þetta er tíminn sem allir íþróttafíklar elska og Valsmenn og meyjar eru þar nánast á öllum vígstöðum. Sjáumst í fjósinu á morgun.