Góðan og gleðilegan kjördag. Trúlega eru einhverjir ennþá að jafna sig eftir fimmtudagskvöldið. Þvílíkur rússibani af tilfinningum. Fyrst hjá stelpunum í handbolta og svo í körfunni hjá drengjunum okkar. Maí er dásamlegur tími til að halda með Val. Svo einfalt er það.
Við í Vængjunum settumst niður með Finn þjálfara í körfunni og fengum hann aðeins til að tala við okkur um leikinn, svefnlausu næturnar og raunverulega MVP í úrslitaeinvíginu en Finnur þakkar konu sinni fyrir að leyfa sér að vera eins og hann verður í þessar sjö vikur sem úrslitakeppnin stendur yfir.
Það er gaman að setjast niður með Finn. Hann er hafsjór af fróðleik og við erum heppinn að hafa hann í hlýjum Valsfaðmi. Hann hrósar leikmönnum sínum fyrir að koma til baka og segir að þó liðið hafi unnið þurfi liðið að svara á Króknum á sunnudag.
Við fórum yfir leikina sem voru og verða en þó maí sé hálfnaður er ennþá nóg af leikjum eftir að mæta á.