Vængirnir flugu af stað að nýju eftir sumarfrí og settust í Toggastofu eftir dásamlegan 2:0 sigur á Fimleikafélaginu. Við fórum um víðan völl, lentum í batterísveseni og öðrum skakkaföllum en héldum okkar sjó og bulluðum okkur í gegnum allskonar. Birkir Már kom í Toggastofu og fór yfir tímann sinn hjá Hammarby en tveir áhorfendur vöktu athygli Vængjanna, klædd í grænt og öskruðu Áfram Valur. Þau voru kominn til að sjá sína menn, Birki, Aron og Arnór. Framundan er skemmtilegur tími. Strákarnir í fótboltanum eru komnir á beinu brautina, stelpurnar að fara í meistaradeildina og handboltinn og karfan bíða handan hornsins. Það er dásamlegt að vera Valsari. Vængjum þöndum er á öllum hlaðvarpsveitum en einnig má hlusta á þáttinn hér.