Það er stór vika framundan á Hlíðarenda. Eftir dramatíska lokamínútu gegn ÍBV er meistarflokkur karla í handbolta komið í úrslitaeinvígi gegn systurfélaginu Haukum. Stórleikur á Hlíðarenda annað kvöld og við fengum engan annan en Óskar Bjarna Óskarsson, aðstoðarþjálfara liðsins í stutt spjall til að fara yfir úrslitakeppnina fram að þessu og hituðum svo upp fyrir einvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Í seinni hlutanum fórum við stuttlega yfir síðustu leiki Vals í knattspyrnunni, spáðum í spilin fyrir leikinn gegn Blikum á miðvikudag og hvað kynni að koma upp úr hattinum í fyrramálið þegar dregið verður í Evrópukeppninni þar sem Valsmenn verða í hattinum.