Það er orðið langt um liðið frá síðustu útgáfu og löngu orðið tímabært að setjast aðeins niður. Að þessu sinni hituðum við upp fyrir stórleikinn sem framundan er í Meistaradeildinni gegn Dinamo Zagreb annað kvöld. Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals settist niður, fór yfir ferðasöguna til Króatíu, fyrri leikinn, spáði í spilinn fyrir leikinn á morgun og loks var aðeins farið yfir tímabils Valsmanna í deildinni fram að þessu en deildarkeppnin er rúmlega hálfnuð. Í blálokin birtist svo aðstoðarþjálfari Vals, Túfa og í stuttu spjalli hituðum við upp fyrir stórleiknn á morgun.