Langt síðan síðast og löngu kominn tími á að setjast yfir málin í Toggastofu. Og við fengum góðan gest til okkar. Birkir Heimisson hefur vakið athygli fyrir góða spilamennsku á tímabilinu. Þessi ungi leikmaður fór yfir uppvaxtarárin í Þorpinu, tímann sinn í Hollandi og veru sína í Val í stuttu spjalli. Við gíruðum okkur auðvitað fyrir Víkingsleikinn og eftir að Birkir hvarf á braut fórum við stuttlega yfir stöðuna bæði karla- og kvennamegin í fótboltanum.