Það var magnað að labba inn í Origo-höllina á þriðjudagskvöld þegar Valsmenn mættu Lemgo í hörkurimmu í Evrópukeppninni í handbolta. Veturinn ber fögur fyrirheit og við fengum einn nýjasta liðsmann okkar, landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson til að setjast niður með okkur í Toggastofu. Við fórum að sjálfsögðu yfir leikinn á þriðjudagskvöld, atvikið umdeilda og hvernig hann er að upplifa lífið í Val. Það var eins og Bjöggi hafi alltaf verið í Val. Hann er svo sannarlega ekki að tjalda til einnar nætur og ætlar sér að marka spor í sögu félagsins. Magnað spjall og við mælum eindregið með hlustun! Í lokin fórum við stuttlega yfir lokin á knattspyrnuleiktíðinni, vonbrigðin karlamegin og völdum leikmann ársins að mati Vængjanna sumarið 2021. Njótið vel.