Vængirnir strikuðu niður á Hlíðarenda nú þegar rúmur sólarhringur er í fyrsta leik Vals í Pepsi Max deild kvenna. Eiður Ben, aðstoðarþjálfari og Elísa Viðarsdóttir, reynslubolti í liðinu komu í skemmtilegt spjall. Við fórum yfir komandi sumar, breytingar á hópnum, markmiðin, komandi Evrópukeppni og stöðuna í kvennaboltanum almennt. Í seinni hlutanum leit við Stígur Helgason, fréttamaður í uppgjör á fyrsta leik karlaliðsins gegn Skaganum og í örlitla upphitun fyrir FH-leikinn á sunnudag.