,,Það er sirka 70% vinna að halda með Val þessa dagana” sagði seinni viðmælandi Vængjanna í útgáfu dagsins. Það átti vel við enda bókstaflega allt í gangi á Hlíðarenda þessa dagana. Þar af leiðandi fengum við einn af okkar allra bestu sonum, íþróttafréttamanninn Einar Örn Jónsson, í Þorgrímsstofu og fórum vítt yfir sviðið og landsslagið í íþróttunum. Það er jú nánast þannig að það er nánast full vinna að halda með Val þegar sex deildir berjast á öllum vígstöðvum. Einar Örn ólst upp á Hlíðarenda og spilaði með handboltaliðinu til aldamóta þegar hann gekk í raðir Hauka. Einar er hafsjór af fróðleik og örstutt heimsókn varð til þess að hann var orðinn of seinn að sækja mömmu sína. Við renndum yfir útlitið hjá bæði körlum og konum í öllum boltaíþróttunum þremur á þessum háannatíma.
Í blálokin gripum við svo Arnór Ben, einn harðasta stuðningsmann Vals í stutt símaspjall. Það heyrðist vel í Arnóri og félögum í Frostaskjóli í gær og við renndum örstutt yfir leikinn og það sem framundan er.