Listen

Description

Valur eru Íslandsmeistarar kvenna í körfuknattleik og karlaliðið stimplaði sig svo sannarlega inn meðal þeirra bestu í rafmögnuðu einvígi við KR-inga. Það var þess vegna góður dagur í Toggastofu á Hlíðarenda þegar við tókum á móti sjálfum Svala Björgvinssyni, formanni körfuknattleiksdeildarinnar. Við gerðum upp magnaðan en líka krefjandi vetur í körfunni í Val. Frasakóngurinn sjálfur er auðvitað hafsjór af fróðleik og við áttum skemmtilegt spjall um Frank Booker, 800 metra hlaupin í Bandaríkjunum, uppbyggingu körfunnar í Val, veturinn sem var og auðvitað var rætt um goðsögnina Helenu Sverrisdóttur.

Í lok þáttar hituðum við svo stuttlega upp fyrir stórleikinn gegn Víkingum í Pepsi Max deildinni á mánudag.