Listen

Description

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Meistaraflokks karla, kom í Toggastofu, til að fara yfir þær áskoranir sem eru framundan hjá liðinu. ÍR í kvöld, FTC á þriðjudag á dúknum í Origo í Evrópudeildinni, Grótta á föstudag og loks Benedorm á laugardag. Já, það er nóg framundan og þjálfarinn talaði tæpitungulaust og fór ekki í felur með hversu stórt þetta Evrópuævintýri okkar er. Snorri er einstakur maður og það er gaman að hlusta á hann tala af ástríðu um liðið okkar og félagið. Þetta er góð hlustun. Við eiginlega lofum. Í síðari hlutanum settumst við Vængjamenn niður og rúlluðum vítt yfir sviðið. Ræddum meðal annars lokasprettinn í Bestu deild karla og þjálfaraskiptin framundan. Góða helgi kæru Valsarar. Og sjáumst svo öll þriðjudag. Hvað það verður gaman!