Það var rífandi stuð i Toggastofu þegar einn af okkar bestu félagsmönnum Björgvin Páll Gústavsson fékk sér sæti, nýkominn af sófadögum Húsgagnarhallarinnar. Bjöggi hefur komið eins og stormsveipur inn i félagið okkar og Valssporið er ein af hugmyndunum sem hann hefur verið að útfæra þar. Hann fór yfir mjög spennandi vetur sem er framundan í handboltanum og stemmninguna fyrir ævintýrinu sem er handan við hornið út um alla álfuna í Evrópudeildinni i handbolta og uppganginn í íslenskum handbolta. Rétt áður en Björgvin leit við var litið yfir leiki Vals og Breiðablik í karlaboltanum og í fræknum bikarúrslitaleik kvenna.