Vængjum Þöndum fór í landsliðsferð. Benedikt Bóas og Breki Logason, umsjónarmenn hlaðvarpsins, fóru að hitta Strákana okkar, Ara Frey og Rúnar Má. Breki sótti vin sinn í vinnuna og rúllaði að hóteli landsliðsins. Og eins og stundum gerist þá er árangurinn á knattspyrnuvellinum ræddur í þaula. Það gerðist einnig að þessu sinni.
Eftir gott spjall við þá félaga rúllaði Benedikt niður á Hlíðarenda þar sem Dóra María Lárusdóttir sat fyrir svörum en Valskonur spila leik við Fylki.