Bikarsigur og áfram skundum við í bikarnum þar sem andstæðingarnir verða HK, einhvern tímann í september. Patrick, Lasse og Einar Karl skoruðu mörkin fyrir okkur. Það lá aðeins á okkar mönnum um tíma en varnarlínan var þétt sem fyrr. Það var því við hæfi að fá Eið Aron í heimsókn eftir leik í Þorgrímsstofu, þar sem hann er einn af okkar uppáhalds. Hann fór aðeins yfir málin og talaði hreint út. Sagðist ætla sofa í svokölluðum compression buxum. Hann fór yfir sviðið. Hvernig byrjunin fór í hann og meiðslin sem hann varð fyrir KR og hvort hann hafi verið nálægt því að fara frá okkur og heim til Eyja. Trúlega hefðum við geta verið í Þorgrímsstofu í allt kvöld en Eiður fór úr sokkunum. Þá varð hreinlega að slaufa viðtalinu. Allsskonar skemmtilegt enda bikarinn skemmtilegur.