Vængjabræður, Benedikt Bóas og Breki Logason, settust niður með markaskorara dagsins, Kidda Frey, eftir leikinn gegn KA. Kiddi hefur verið lengi í Val, lítur á sig sem Valsara og segir að hann sé loksins orðinn heill heilsu. Hann geti jafnvel farið í gönguferð með dóttur sína án þess að finna til verkja.