Þær Mist Edvardsdóttir og Elísa Viðarsdóttir kíktu til okkar Vængjabræðra þar sem ýmislegt var rætt. Besta bíómyndin, kúlturinn í Val, næringuna og auðvitað komandi leik gegn Breiðablik. Úrslitaleikinn um titilinn en stelpurnar fóru í taktík í dag og á föstudag verður skipt í ungir gamlir og endað á skotkeppni en ungar hafa ekki unnið í tvö ár. Þetta er góður hálftími og gleðilegur enda stutt í sannkallaðan stórleik. Mætum öll og styðjum okkar fólk til góðra verka.