Listen

Description

Gísli Örn Reynisson Schramm er vafalaust massaðasti lögfræðingur landsins. Enda kallar hann sjálfan sig OfurGísla og heldur úti heimasíðu undir því nafni.
Það eru greinilega einhver bætiefni í humrinum þarna fyrir austan því hann er enn eitt hreystimennið frá Hornafirði til að koma í þáttinn.

Gísli er alltaf kátur, glaður og hlæjandi. Að hitta hann í ræktinni nærir bæði líkama og sál því fáir taka eins vel á því. Hann er eins og traktor, löðrandi sveittur í hettupeysu að beygla fætur eða rífa í réttstöðu og gefur manni alltaf sveitt knús.

OfurGísli er hokinn af reynslu að keppa í vaxtarrækt bæði innanlands og utan landsteinana og hefur tvisvar sinnum tvöfaldan Íslandsmeistaratitil undir beltinu. Hann hefur einng tekið þátt í WOW cyclothon 2017.

Á morgnana hamrar hann beygjurnar í níðþröngum spandex í neonlitaðri spandexbrók.
Á daginn er hann jakkafataklæddur á kontór í Sjóvá og stundum í hempu í réttarsal.
Á kvöldin er hann svuntuklæddur að töfra fram kræsingar fyrir sína tilvonandi eiginkonu í eldhúsinu.
Þess á milli þjálfar Gísli tilvonandi vaxtarræktarkappa í gegnum fjarþjálfun og ráðgjöf.

Við nörduðumst í fitness og vaxtarrækt og perruðumst í mataræði. Allt frá frægðarför í breikdansi og frumkvöðlastarfsemi á æskuárunum á Hornafirði til ofþjálfunar og hvaða lærdóm hann dró af mistökum í undirbúningi fyrir mót.

Vefsíða: www.ofurgisli.is
Instagram: @gislireynis
Facebook: Gísli Örn Reynisson Schramm

Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi.

www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann
ragganagli79@gmail.com ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf
Facebook/RaggaNagli

Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’
Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur

Afsláttarkóðar:

Veganbúðin: ragganagli = 15%
Under Armour: ragganagli = 20%
Hverslun.is ragganagli20 = 20%
www.goodgoodbrand.net: ragganagli20
24iceland: ragganagli20