Listen

Description

Unnar Már Unnarsson er osteopati sem á og rekur Osteo heilsumiðstöð sem er staðsett í Granda 101.

Osteopatía nálgast líkamann útfrá heildrænni nálgun þar sem leitað er að rót vandans eða verksins í í öllu sem kemur til greina. Svefn, streita, líkamsbeiting, líkamsstaða, andlega hliðin og vinnuaðstaða.

Það gefur skjólstæðingnum og meðferðaraðila stóran verkfærakassa í meðferðum.

Hér tölum við um allskyns fyrirbyggjandi sveigjanleika æfingar til að koma í veg fyrir meiðsl.
Hvernig við getum losað upp stífa liði og vöðva til að fá stærri hreyfiferil í vöðvann og þannig náð meiri árangri í æfingunum.
Hvernig getum við virkjað betur tengsl hugar við vöðva sem oft eru “sofandi” eins og rass, iljar og brjóstvöðvi.

Unnar er hafsjór af fróðleik og þó ég hafi reynt að mergsjúga allt úr honum þá er nóg eftir fyrir annað viðtal í framtíðinni.

Instagram @osteoheilsumidstod
Facebook: Osteo Heilsumiðstöð
www.osteo.is

Þátturinn er í boði
Lífsalt @arcitcseaminerals
NOW á Íslandi @nowiceland

Njótið.

Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi.

www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann
ragganagli79@gmail.com ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf
Facebook/RaggaNagli

Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’
Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur

Afsláttarkóðar:

Veganbúðin: ragganagli = 10%
www.nowfoods.is: ragganagli20
Hverslun.is ragganagli20 = 20%
www.goodgoodbrand.net: ragganagli20