Listen

Description

Biggi þjálfari kom í heimsókn í Heilsuvarpið til að svara spurningum sem fólk sendi á instagram og við völdum fimm úr bunkanum sem kom inn í gegnum skilaboðin.

Fáir eru jafn hoknir af reynslu og Biggi þegar kemur að þjálfun, því hann hefur yfir 20 ára reynslu og ekki þjálfað þúsundir heldur tugþúsundir. Hann stofnaði og rak Boot Camp stöðvarnar um árabil, en þar áður sleit hann barnsskónum í hinu legendary GYM 80 innan um kanónur eins og Jón Pál, Hjalta Úrsus, Magnús Ver og Jón bónda.

Frábær þáttur með einstökum manni. Vonandi getið þið bætt einhverju við vopnabúrið ykkar í heimaæfingum og haldið áfram að taka á því utandyra, í ræktinni, heima í stofu, í bílskúrnum, úti í garði, úti á túni eða hvar sem er.

Þátturinn er í boði NOW á Íslandi sem flytja inn NOW vörurnar sem eru hágæða hrein bætiefni sem stuðla að hámarks árangri án óæskilegra aukefna.
www.nowfoods.is

Heilsuvarp Röggu Nagla fjallar um allt milli himins og jarðar sem viðkemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Ég spjalla sjálf eða fæ til mín góða gesti sem eru sérfræðingar á sínu sviði og plokka úr þeim viskuna fyrir okkur sótsvartan almúgann til að nýta okkur í daglegu lífi.

www.ragganagli.com inniheldur greinar um heilbrigt samband við mat, æfingar og líkamann
ragganagli79@gmail.com ef þig vantar sálfræðiaðstoð eða sálfræðilega mataræðisráðgjöf
Facebook/RaggaNagli

Stefið er eftir Arnar Boga Ómarsson, fylgið honum á Spotify undir listamannsnafninu ‘Boji’
Lógóið hannaði Andrea Jónsdóttir hjá 29 línur. www.29linur.com @29linur