Alma Hafsteinsdóttir er spilafíklaráðgjafi, með B.S í sálfræði, viðskiptafræðingur og spilafíkill í bata. Hún situr í stjórn Samtaka Áhugafólks um spilafíkn sem vilja umræðu um spilakassarekstur Háskóla Íslands, og lokun spilakassa. Spilafíkn fylgir mikil skömm svo fólk ræðir ekki vandann opinberlega og þær alvarlegu samfélagsleg, efnahagslegu og heilsufarslegu afleiðingar sem hljótast af þessari fíkn. Við töluðum um spilafíkn, spilakassa, veðmálasíður og margt fleira tengt þessu útbreidda vandamáli sem því miður virðist færast í aukana.
Styrktaraðili Heilsuvarpsins er NOW á Íslandi
@nowiceland