Margar konur klóra sér í hausnum hvernig þær eiga að haga æfingum og mataræði fyrir, á meðan, og eftir breytingaskeið. Því líkaminn breytist, hormónabúskapur breytist, insúlínnæmið breytist, líkamssamsetningin breytist. Og margar konur upplifa að þó þær æfi mikið og borði hollt sjái þær fitusöfnun á kvið og verra líkamsform eftir fertugt.
Í þessum þætti tala ég um hvaða æfingar eru áhrifaríkastar fyrir konur, hversu mikið, hversu oft í viku, hvernig við nærum okkur fyrir og eftir æfingar og hvaða bætiefni virka fyrir konur.
Heilsuvarpið er í boði Nettó verslananna og NOW á Íslandi.
Vítamíndagar í Nettó 18-21. ágúst með 25% afslætti á vítamínum