Listen

Description

Aníta Dögg Watkins er eigandi og þjálfari í Kraftværk, vinsælli CrossFit stöð í Kaupmannahöfn sem hún á og rekur ásamt eiginmanni sínum. Hún er lærð hárgreiðslukona en sinnir nú einungis þjálfunarstörfum og er hafsjór af fróðleik og hokin af reynslu í öllu sem viðkemur CrossFit, BootCamp, OCR og mobility. Við fórum um víðan völl varðandi þjálfun og mataræði í þessu lauflétta spjalli.

Njótið!
- Ragga Nagli

_____________________________________
Upphafsstef Heilsuvarpsins er eftir Arnar Boga Ómarsson sem er á Spotify undir listamannsnafninu Boji.