Listen

Description

Upphitun fyrir fótboltasumarið heldur áfram þegar Arnar Helgi tekur á móti Þorsteini Daníel og Arnari Loga, leikmenn meistaraflokks karla.

Kaffi Krúsar stúdíóið skartaði sínu fegursta og loksins fær brönsinn þá virðngu sem hann á skilið hjá gestum hlaðvarpsins.

Nú er löngu undirbúningstímabil að ljúka á þessum tímum breytinga hjá strákunum. Þeir fara yfir lestaslysið sem síðasta tímabil var, þær miklu breytingar sem hafa orðið á hópnum, undirbúningstímbailið, 2. deildina sem bíður manna í sumar og Dean Martin. Þá er auðvitað farið yfir svaðilförina til Portúgal, þar sem menn áttu eftir að tala við Guð áður en þeir komust heim á ný.

Selfoss Hlaðvarpið mun auðvitað fylgjast með hverri hverri hreyfingu strákanna í sumar rétt eins og stelpunum. Við óskum þeim góðs gengis í ástríðunni í 2. deild.

Upphafsstef: Sælan, Skítamórall
Lokalag: Selfosslagið 2009, Ýmsir