Það er kannski liðinn mánuður síðan fótboltasumrinu lauk en það stoppaði Arnar Helga ekki í því að fá til sín tvo góða gesti að gera upp sumarið og horfa aðeins inn í framtíðina. Gestir þáttarins voru þeir Einar Ottó Antonsson, heimspekingur og aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og Guðmundur Karl Sigurdórsson í meistaraflokksráði kvenna og lífskúnstner.
Óhætt er að segja að Ottó og Gummi Kalli hafi bæst í hóp aðdáenda Kaffi Krúsar stúdíósins. Við mælum með því við þá og ykkur öll að tékka á Chicken Alfredo kjúklingapastanu, létt en á sama tíma afar bragðgott.
Þeir stikluðu á stóru yfir hæðir og lægðir sumarsins sem leið. Stelpurnar skrifuðu söguna þegar þær unnu bikarinn og strákarnir náðu ákveðnum áfanga í sínum uppbyggingarfasa. Þeir horfðu einnig fram á veginn og veltu vöngum yfir því hvort þar leyndist ljós. Allt á léttu nótunum eins og vera ber!
Upphafsstef: Sælan, Skítamórall
Lokalag: Raunsæ rómantík, Elín Helena