Listen

Description

Það er komið að því, handboltaveturinn er að fara í gang og í tilefni af því fékk Arnar Helgi til sín góða gesti. Þórir Ólafsson handboltagoðsögn á Selfossi, Örn Þrastarson þjálfari nánast allra iðkenda og Halldór Jóhann Sigfússon þjálfara meistaraflokks karla.

Halldór Jóhann er kannski nýr á Selfossi, en hann er nú þegar búinn að kynnast Kaffi Krús og sundlauginni. Ekki skrýtið að hann kunni vel við sig í draumalandinu.

Þeir fóru yfir undirbúningstímabilið hjá stelpunum og strákunum sem og framhaldið.

Upphafsstef: Sælan, Skítamórall
Lokalag: Wind Of Change, Scorpions