Eftir mjög langt ár er 2021 farið af stað og jólin halda áfram út janúar hjá handboltaáhugafólki. Nú er HM í handbolta að hefjast og fékk Arnar Helgi alvöru fallbyssur í Kaffi Krúsar hljóðverið til að hræara í þátt. Landsliðsmanninn fyrrverandi og góðvin hlaðvarpsins Þóri Ólafsson, núverandi ladsliðsmanninn Hauk Þrastarson ásamt bróður hans og þjálfari í öllum fullorðinsflokkum á Selfossi, Örn Þrastarson.
Góðar fréttir af Krúsinni, en þar er nú aftur opið í sal alla daga vikunnar frá 10-21.
Auðvitað var Haukur spurður út í fyrstu mánuðina í Póllandi og hverng verkefnið sem hann er í núna gengur. Strákarnir töluðu um fyrsta Portúgalsleikinn og hituðu upp fyrir HM í Egyptalandi. Og við erum ekki að skella upptöku í gang öðruvísi en að fara aðeins yfir málin á Selfossi, Raggi kominn heim, handboltinn vonandi að fara að rúlla, #íslmeis21 að fara að trenda?
Selfoss Hlaðvarpið óskar hlustendum nær og gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir samfylgdina á því síðasta!
Upphafsstef: Sælan, Skítamórall
Lokalag: Álfareiðin, Björgvin Halldórsson