Kæru kastarar!
Farið er yfir stóru málin í þessum þætti. Allt frá nærri gjaldþrota stangaveiðifélagi til SVFR eins og það stendur í dag.
Bjarni Júlíusson veiðimaður og fyrrverandi formaður SVFR fer yfir æskuna á Snæfellsnesi, leiðsögnina, ástina og formennskuna. Svo er það mál málanna. Veiða og sleppa?
Vegna tæknilegra örðugleika var ekki hægt að setja veiðilagið sem Bjarni valdi í lok þáttar og biðjum við ykkur, og hann, velvirðingar á því. Við vitum samt að þið þekkið öll lagið og leyfið því að óma í höfði ykkar.
Skál!