Flugslysið á Fokker Friendship í Færeyjum fyrir 50 árum er efni þessa þáttar í tilefni af nýrri bók um slysið. Rætt er við Hartvig Ingólfsson þá flugvirkja Flugfélags Íslands sem var sendur á slysstað og m.a. hífður upp háan hamravegg til að komast á vettvang. Einnig er rætt við Magnús Þór Hafsteinsson annan höfunda nýju bókarinnar og við heyrum sögu Valgerðar Katrínar Jónsdóttur flugfreyju sem hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína á vettvangi slyssins. Lesari í þættinum er María Kristjánsdóttir.