Ingvar Tryggvason formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri ræðir hér um ýmis öryggismál í fluginu. Ingvar hefur á liðnum árum verið ötull talsmaður flugöryggis í tengslum við starf sitt. Nú er vakning í uppbyggingu og viðhaldi innviða eins og helstu flugvalla landsins, sem m.a. þjóna sem varaflugvellir fyrir flugumferð. Það má samt alltaf gera betur varðandi öryggisbúnað á flugvöllum og það er líka tilfellið með fullkomnasta völl landsins Keflavíkurflugvöll sem Ingvar fer m.a. yfir í þættinum.