Listen

Description

Rætt er við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair Group um stöðuna og sóknarfærin framundan. Icelandair er að koma starfseminni í gang aftur eftir erfiða tíma. Félagið er að fjölga flugferðum hratt og bæta við starfsfólki því eftirspurn eftir flugi er að aukast. Bogi ræðir hér um aukna möguleika með tilkoma Max vélanna, sem eru að nýtast enn betur en reiknað hafði verið með inn í leiðakerfi félagsins. Vélarnar opna einnig möguleika á áfangastöðum og tíðni sem ekki var arðbært með eldri vélum. Fjallað er um samkeppnina í fluginu, tækifærin með breiðþotum í fraktflugi, innanlandsflugið, Loftleiðir og margt fleira.