Listen

Description

Rætt er við Jón S. Magnússon sem byrjaði sitt flugnám á Íslandi á áttunda áratugnum og hélt síðan áfram flugnáminu í bandaríska sjóhernum. Hann er líkega einn fárra ef ekki eini Íslendingurinn sem hefur flogið í US Navy. Hann segir hér frá stórmerkilegum ferli, hvernig það var að vera í sjóhernum og t.d. að lenda á flugmóðurskipi. Jón átti einnig yfir 30 ára flugmannsferil hjá Northwest Airlines og síðar Delta Airlines þar sem hann hann var m.a. flugstjóri í fyrsta áætlunarflugi Delta í farþegaflugi til Íslands frá bæði New York og Minneapolis.