Listen

Description

Er her í Japan? Já og nei. Skiptir það einhverju máli? Já, því sumir vilja meina að Austur-Asía sé að sigla ákveðinn ólgusjó þegar kemur að alþjóðasamskiptum. Það er Kína og Taíwan, Suður- og Norður-Kórea, Japan og Rússland og fleiri hlekkir í flókinni tengslakeðju sem einkennir heimshlutann. Önnur umræðuefni þáttarins eru af léttari toga; veiðiferðir í Japan, portúgölsk áhrif í tungumálinu og ramen-menning, svo eitthvað sé nefnt.

Kæri hlustandi, ef þú hefur gaman af Heimsendi þá máttu endilega segja fólki frá þáttunum. Þannig fáum við fleiri meðlimi í Heimsendafjölskylduna og það er alltaf stemning!
Obrigado.